Persónuverndartilkynning CCEP - atvinnuumsóknir

Síðast endurskoðað: 21. maí 2019

Coca-Cola European Partners plc, dótturfélög og og eignatengd félög (‘CCEP’ of ‘„við’)taka friðhelgi einkalífs þíns alvarlega og geyma um persónuupplýsingar þínar á sanngjarnan og öruggan hátt. Með þessaripersónuverndartilkynningu viljum við upplýsa þig um hvernig við notum persónuupplýsingar þínar á starfasíðu CCEP http://www.ccep.jobs og í atvinnuumsóknarferlinu (saman ‘CCEP störf’).

Nema annað sé tekið fram ber Coca-Cola European Partners plc ábyrgð á gögnum og er því „ábyrgðaraðili gagna“ fyrir vinnslu persónuupplýsinga í samhengi við CCEP störf. Ef þú sækir um starf hjá öðru fyrirtæki innan CCEP samsteypunnar, er viðkomandi fyrirtæki einnig ábyrgðaraðili gagna. Til að hafa samband við viðkomandi ábyrgðaraðila gagna, sjá Hvernig hefurðu samband hér að neðan.

 1. Persónuupplýsingar sem við söfnum
 2. Tilgangur og lagalegur grundvöllur
 3. Hvernig við gætum deilt persónuupplýsingum
 4. Alþjóðlegir gagnaflutningar
 5. Geymslutími
 6. Réttindi þín og val
 7. Breytingar á þessari persónuverndartilkynningu
 8. Hvernig hefurðu samband
 1. PERSÓNUUPPLÝSINGAR SEM VIÐ SÖFNUM

Við gætum safnað persónuupplýsingum beint frá þér, frá þriðja aðila, opinberum gögn eða sjálfvirkt í gegnum notkun þína á CCEP störf. Í þessari gagnaverndartilkynningu merkir „Persónuupplýsingar“ allar upplýsingar sem tengjast auðkenndri eða auðkennanlegri persónu. Dæmi um persónuupplýsingar eru: nafn, netfang, IP-tala og símanúmer.

 1. Persónuupplýsingar sem við söfnum beint frá þér

 

Undir sérstökum kringumstæðum gætu ofangreindir flokkar innihaldið viðkvæmar upplýsingar eða ákveðna tegund persónuupplýsinga. Við munum aðeins safna og vinna með sérstaka flokka persónuupplýsinga (þar með talin gögn varðandi sakfellingar í refsimálum og brot) þar sem það er nauðsynlegt og viðeigandi fyrir stöðuna sem þú sækir um. Þar að auki munum við aðeins safna og vinna með gögn varðandi sakfellingar í refsimálum og brot þar sem það er leyfilegt samkvæmt gildandi lögum fyrir tilteknar stöður og aðeins eftir að hafa fengið samþykki frá umsækjendum sem eru efstir á lista. Við munum halda hverskonar sérstökum flokkum persónuupplýsinga í algjörum trúnaði.

 

 1. TILGANGUR OG LAGALEGUR GRUNDVÖLLUR

Upplýsingar um þig eru varðveittar í eftirfarandi tilgangi:

Við vinnum eingöngu með persónuupplýsingar þínar á lögmætum lagalegum grundvelli, þar með talið þegar:

 

 1. HVERNIG VIÐ GÆTUM DEILT PERSÓNUUPPLÝSINGUM

Við gætum gefið þriðja aðila upplýsingar þínar með þínu samþykki, auk eftirfarandi kringumstæðna:

 1. ALÞJÓÐLEGIR GAGNAFLUTNINGAR

Við gætum flutt persónuupplýsingar þínar til viðtakenda í löndum utan Evrópusambandsins þar sem lög veita ekki jafn mikla gagnavernd. Þegar við gerum það tryggjum við að nægjanlegar öryggisráðstafanir séu til staðar til að vernda persónuupplýsingar þínar til jafns við lagalegar skuldbindingar okkar. Nægjanlegar öryggisráðstafanir gætu verið gagnaflutningssamningur við móttakanda sem byggir á stöðluðum samningsákvæðum sem samþykkt eru af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir flutning persónuupplýsinga til þriðju land

Fyrir frekari upplýsingar um flutninginn sem lýst er að ofan og nægjanlegar öryggisráðstafanir sem við notum til að vernda slíka flutninga, getur þú haft samband við okkur í gegnum tengiliðaupplýsingarnar sem settar eru fram hér að neðan.

 1. GEYMSLUTÍMI

Við grípum til ráðstafanna til að eyða persónuupplýsingum þínum eða halda þeim á formi sem gerir persónugreiningu ómögulega þegar upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem við vinnum með þær, nema við séum lagalega skyldug til að geyma þessi gögn í lengri tíma. Við ákvörðun um geymslutíma tökum við tillit til hinna ýmsu viðmiða, svo sem stöðunnar sem þú sóttir um, hvort umsóknin var árangursrík, eðli og lengd sambandsins við þig, væntra lausra framtíðarstarfa sem gætu passað við upplýsingar þínar, lögboðins geymslutíma og viðkomandi fyrningarfrest.

 1. RÉTTINDI ÞÍN OG VAL

Þú getur haft samband við okkur hvenær sem er til að fá aðstoð varðandi vinnslu á persónuupplýsingum þínum. Ennfremur hefur þú rétt á því, hvenær sem er, að:

Til þess að nýta þér réttindi þín getur þú sent okkur beiðni, sem vísar til réttindanna sem þú vilt nýta þér með því að hafa samband við okkur eins og vísað er til neðst á þessari gagnaverndartilkynningu. Engu að síður eru undantekningar og takmarkanir á þessum réttindum. Við gætum, til að mynda, rukkað sanngjarna þóknun eða neitað að verða við beiðni ef hún er greinilega ekki á rökum reist eða óhófleg, til að mynda ef hún er síendurtekin. Í einhverjum aðstæðum gætum við neitað að hafast að eða gætum sett mörk á réttindi þín ef, til dæmis, beiðni þín er líkleg til að hafa skaðleg áhrif á réttindi og frelsi annarra, skaða framkvæmd eða framfylgni laga, trufla yfirstandandi eða framtíðar málaferli, eða brjóta á gildandi lögum. Í öllum tilfellum hefur þú rétt á að kvarta til Persónuverndar.

 1. BREYTINGAR Á ÞESSARI PERSÓNUVERNDARTILKYNNINGU

Við gætum breytt eða bætt við þessa persónuverndartilkynningu endrum og eins. Allar breytingar sem við gerum á tilkynningunni verða birtar á þessari síðu. Þegar við gerum breytingar á persónuverndartilkynningunni breytum við einnig dagsetningu endurskoðunar efst á þessari síðu. Nýja breytta eða viðbætta persónuverndartilkynningin mun eiga við frá dagsetningu endurskoðunar. Komdu aftur hingað við og við til að sjá breytingar og viðbætur.

 1. HVERNIG HEFURÐU SAMBAND

Hafir þú einhverjar spurningar um þessa persónuverndartilkynningu eða gagnaverndarverklag okkar almennt, getur þú haft samband með tölvupósti í privacy@ccep.com eða með pósti á:

Coca-Cola European Partners plc,Attn: Legal

Pemberton House, Bakers Road, Uxbridge, Middx UB8 1EZ, United Kingdom.

 

Einnig getur þú haft samband við gagnaverndarfulltrúa okkar (e. Data Protection Officer) í gegnumprivacy@ccep.comeða með pósti á:

Coca-Cola European Partners Services sprl/bvba,
Attn: Chief Data Protection Officer

Chaussee de Mons 1424, Brussels, 1070, Belgium

Viljir þú hafa beint samband við ákveðið fyrirtæki innan CCEP fyrirtæki skaltu skoða tengiliðaupplýsingarnar áhttps://www.ccep.com/contact. Lista yfir ábyrgðaraðila gagna má finna hér:
CCEP ábyrgðaraðilar gagna.